Hverasvæðið við Kleifarvatn vinsælt meðal ferðamanna

Hver sem áður var undir yfirborði Kleifarvatns
Hver sem áður var undir yfirborði Kleifarvatns mbl.is/RAX

Hverir sem áður voru undir yfirborði Kleifarvatns eru komnir á þurrt, og vekja mikla athygli ferðamanna. Vatnsborðið hefur raunar lækkað jafnt og þétt frá árinu 2009, þ.e. þar til fyrir um mánuði, en það hefur hækkað aðeins að nýju. Það er engu að síður með lægra móti.

Í umfjöllun um þessar náttúruperlur í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að eftir Suðurlandsskjálftana árið 2000 lækkaði skyndilega og hratt í vatninu en fyrir það hafði vatnsborðið verið í hámarki. Þá urðu töluverðir skjálftar í grennd við Krýsuvík vorið og sumarið 2009 og fór þá að leka hraðar úr vatninu.

Undanfarin tvö ár hefur einnig farið saman að hraðar hefur lekið úr vatninu og lítil úrkoma verið. Með því hafa náttúruperlur á við hverina vinsælu komið upp á yfirborðið.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert