Verslunin Rangá í Skipasundi á 80 ára afmæli á morgun, 1. nóvember. Verslunin er ein af elstu matvöruverslunum Reykjavíkur sem hafa verið reknar undir sama nafni.
Kristbjörg Agnarsdóttir tók við rekstrinum af föður sínum Agnari Árnasyni í ársbyrjun 2010 en Agnar keypti verslunina 1971 af Jóni Jónssyni, fyrsta eiganda hennar.
Nánar verður fjallað um verslunina í Morgunblaðinu á morgun.