Keppt í tölvuhakki

Háskólinn í Reykjavík hefur að undanförnu staðið fyrir keppni í tölvuhakki. Ýmir Vigfússon, lektor, hefur séð um skiplagninguna og segir keppnina eiga að vekja athygli á tölvuöryggi. Hann segir jafnframt að margir af helstu frumkvöðlum í tölvuiðnaðinum hafi byrjað feril sinn sem hakkarar.

Í dag var sigurvegari keppninnar kynntur. Sá heitir Baldur Gíslason, nemandi á öðru ári í rafmagnsverkfræði við HR, en Baldur hefur starfað sem forritari í fjölda ára. Hakkarakeppni HR snýst um að brjóta sérsmíðaðan hugbúnað sem inniheldur í það minnsta fjórar ólíkar tegundir algengra öryggisgalla. Hugbúnaðurinn líkt og keppnin sjálf er þróaður af tölvunarfræðideild HR.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert