Miklu munar í niðurfærslu

Húsnæðislán eru mörgum þungur baggi um þessar mundir.
Húsnæðislán eru mörgum þungur baggi um þessar mundir. mbl.is/Jim Smart

Miklu getur munað á því hvað einstæðingar annars vegar og fólk í sambúð eða með börn heima hins vegar fær fellt niður.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að viðmælandi blaðsins á barn sem bjó hjá móður sinni um tíma í Danmörku og var því ekki skráð til heimilis hjá honum við síðustu skattaskil. Fyrir vikið munar fimmtán milljónum króna á þeirri afskrift sem honum er boðin og þeirri sem hann hefði haft möguleika á hefði barnið verið skráð til heimilis hjá honum.

Að sögn mannsins tók hann um 40 milljóna króna húsnæðislán sem fór upp í 75 milljónir í hruninu. Húsið er aftur á móti í dag metið á 38 milljónir. Ef sonur hans hefði verið skráður hjá honum á þessum tíma hefði lánið getað farið niður um þrjátíu milljónir en á ekki að fara niður um nema fimmtán milljónir þar sem hann er einstæðingur samkvæmt skattskýrslunni.

Að hans sögn er 110% leiðin alls engin 110% leið fyrir einstæðinga. Þar sem sonur hans dvelur mikið hjá honum og mun að hluta alast upp á heimilinu bauðst hann til að færa hann inn á skattskýrsluna sína en fékk synjun frá bankanum á þeirri forsendu að matið hefði þegar farið fram og yrði ekki gert aftur.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert