Saka lögregluna um offors

Lögreglan tekur niður tjöld á Austurvelli.
Lögreglan tekur niður tjöld á Austurvelli. Gagnauga

Mót­mæl­end­ur sem tjölduðu á Aust­ur­velli í nótt saka lög­regl­una um að fara fram með offorsi þegar hún tók niður tjald þeirra í morg­un og ekki gefið þeim kost á að taka það niður sjálf­ir. Geir Jón Þóris­son, yf­ir­lög­regluþjónn, seg­ir þetta rangt og að þeir hafi verið marg­beðnir um að opna tjaldið.

Vefsíðan Gagn­auga hef­ur það eft­ir tveim­ur nafn­laus­um mót­mæl­end­um að lög­regl­an hafi unnið óþarfa skemmd­ir á tjaldi þeirra með hnífi.

Er það haft eft­ir öðrum þeirra að mót­mæl­end­un­um hafi ekki verið kost­ur á að taka niður tjaldið sjálf­ir áður en lög­regl­an skar gat á eitt þeirra. Þá sak­ar mót­mæl­and­inn lög­reglu­menn­ina um fanta­skap og að hafa ít­rekað hrint sér þegar þeir gengu fram hjá hon­um. Þá hafi lög­regla í engu skeytt um skemmd­ir á raf­tækj­um og öðru sem var inni í tjald­inu þegar það var rifið niður.

Geir Jón Þóris­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir þetta hins veg­ar alrangt. Einn maður hafi verið inni í tjald­inu sem neitaði að opna tjaldið þrátt fyr­ir að lög­regla hafi marg­beðið um að það.

Hann neitaði því hins veg­ar og var því brugðið á það ráð að skera tjaldið opið. Var maður­inn hand­tek­inn í kjöl­farið fyr­ir að óhlýðnast fyr­ir­mæl­um lög­reglu að sögn Geirs Jóns.

Frá­sögn mót­mæl­enda á Gagn­auga.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert