Héraðsdómur Vesturlands hefur dæmt tvo karlmenn um þrítugt í skilorðsbundið fangelsi, annan í fjóra mánuði og hinn í þrjá, fyrir að brjótast inn í sjö sumarhús í Borgarfirði í mars á þessu ári.
Mennirnir hófu ferðina í Reykjavík þar sem þeir byrjuðu á að setja önnur númer á bíl sem þeir óku. Þeir óku síðan upp í Borgarfjörð og brutust þar inn í sjö sumarhús. Í nokkrum þeirra höfðu þeir lítið sem ekkert upp úr krafsinu en í öðrum fundu þeir flatskjá, verkfæri og áfengi sem þeir settu í bílinn.
Lögreglan stöðvaði mennina á Borgarfjarðarbraut síðdegis. Ökumaðurinn reyndist vera undir áhrifum amfetamíns. Annar mannanna hefur áður fengið dóm fyrir þjófnað.