Sömdu fyrir kosningar

Steingrímur J. og Árni Sigurðsson fylgjast með umræðum á landsfundi …
Steingrímur J. og Árni Sigurðsson fylgjast með umræðum á landsfundi VG á Akureyri um helgina. mbl.is/Skapti.

„Ég hef heimildir fyrir því að samið hafi verið um aðildarumsókn í þröngum hópum fyrir kosningar 2009,“ segir Atli Gíslason, fyrrverandi þingmaður Vinstri grænna.

Á hann við, að í þröngum hópi manna hjá VG og Samfylkingunni hafi verið samið um aðildarumsókn að Evrópusambandinu fyrir þingkosningar 2009. Atli segist ennfremur hafa fengið tiltal frá mönnum innan VG daginn eftir kosningar vegna ummæla sinna um að ekki ætti að sækja um aðild.

Atli segir ríkisstjórnina vinna mjög einbeitta að inngöngu í ESB og bendir á að ekki gangi að kjósa um inngöngu eftir að búið er að innleiða allt regluverk sambandsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert