Festu bíla í Víkurfjöru

Eftirlitsmyndavél. Mynd úr safni.
Eftirlitsmyndavél. Mynd úr safni. mbl.is/Ásdís

Lög­regl­an á Hvols­velli fékk í gær til­kynn­ingu um þjófnað á eft­ir­lits­mynda­vél og hlut­um úr hraðahindr­un á Hellu.

Málið er í rann­sókn og ósk­ar lög­regl­an eft­ir því að þeir sem hafi upp­lýs­ing­ar um málið hafi sam­band við lög­regl­una í síma 488 4110.

Lög­regl­an fékk á föstu­dag tvær beiðnir um aðstoð eft­ir að ferðamenn ferðamenn festu bíla sína þar sem þeir voru á ferð um Vík­ur­fjöru við Vík í Mýr­dal.  Þeim var send aðstoð úr Vík.

Þá barst sl. mánu­dag beiðni um aðstoð við er­lenda ferðamenn sem höfðu fest bíl á veg­in­um niður að Skaft­árósa­fjöru.  Björg­un­ar­sveit­in Kynd­ill á Kirkju­bæj­arklaustri fór til aðstoðar mönn­un­um. 

Óhapp varð við sund­laug­ina í Úthlíð en þar hafnaði bíll á stein­vegg.   

Þá var ekið á kind aust­an Blaut­bala­kvísl­ar um kvöld­mat­ar­leytið á sunnu­dag.  Ökumaður til­kynnti um óhappið á lög­reglu­stöðinni á Kirkju­bæj­arklaustri.  Ærin mun hafa drep­ist.  Bíll­inn skemmd­ist lít­ils­hátt­ar við at­vikið. 

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert