Dimmir yfir Reykjanesbraut

Slökkt er á öðrum hverjum ljósastaur við Reykjanesbrautina.
Slökkt er á öðrum hverjum ljósastaur við Reykjanesbrautina. Rax / Ragnar Axelsson

Vega­gerðin vinn­ur nú að því að slökkva á öðrum hverj­um ljósastaur við Reykja­nes­braut­ina. Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá Vega­gerðinni er þetta gert í sparnaðarskyni.

Upp­fært kl. 11.40

Les­andi mbl.is sem býr á Suður­nesj­um tók eft­ir því í morg­un, þegar hann ók inn eft­ir á leið til Reykja­vík­ur, að það logaði ekki nema á öðrum hverj­um ljósastaur. Hon­um þótti skrýtið ef per­an hefði bilaði í öðrum hverj­um staur. Hann sá svo menn vera að vinna við ljósastaura í Hvassa­hrauni.

Maður­inn hringdi í Vega­gerðina og fékk þá skýr­ingu að þetta væri gert í sparnaðarskyni.

Hann kvaðst hafa af þessu áhyggj­ur og óttaðist að með því að taka út lýs­ing­una á öðrum hverj­um staur sé dregið úr ör­yggi, sér­stak­lega þegar fer að snjóa og skafa á braut­inni. Það finn­ist vel í vetr­ar­myrkr­inu þegar ekki logi á öll­um staur­um, þá aki maður úr skím­unni frá ljós­un­um inni í myrkrið og svo aft­ur í skím­una.

G. Pét­ur Matth­ías­son upp­lýs­inga­full­trúi Vega­gerðar­inn­ar sagði í sam­tali við mbl.is að lýs­ing­in kosti mikið og fé sé ekki ótak­markað til rekst­urs. Hann sagði að með þessu spar­ist allt að tíu millj­ón­ir króna á ári. Á liðnu sumri var al­veg slökkt á lýs­ing­unni í um tvo mánuði.

G. Pét­ur sagði að slegið sé út ör­yggi í staur­un­um sem slökkt er á. Búið er að slökkva á öðrum hverj­um staur á hluta braut­ar­inn­ar en því verður haldið áfram. Ekki verður þó slökkt á ljós­un­um við vega­mót á braut­inni.

Hann sagði áhöld um það hvort lýs­ing utan þétt­býl­is veiti meira ör­yggi eða ekki. Einnig skapa ljósastaur­arn­ir sjálf­ir ákveðna hættu. hann sagði að verði ákveðið að hafa slökkt á öðrum hverj­um staur hljóti að verða skoðað hvort fjar­lægja eigi staur­ana al­veg þótt það sé ekki gert núna.

G. Pét­ur benti á að ein­ung­is önn­ur ak­braut­in er lýst, það ser sú sem ekið er eft­ir suður á Reykja­nes. Hvað varðar slæm akst­urs­skil­yrði, eins og skafrenn­ing, þá sagði hann að sum­um þyki óþægi­legt að hafa þessa lýs­ingu í skafrenn­ingi.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka