Harma slys á Dalvegi

Ekið var á hjólreiðamann á Dalvegi
Ekið var á hjólreiðamann á Dalvegi mbl.is/Júlíus Sigurjónsson

Landssamtök hjólreiðamanna harma hið hræðilega slys sem varð á Dalvegi í Kópavogi nýverið og benda á að mikilvægt sé að ökumönnum sé grein fyrir ábyrgð sinni og að alltaf þurfi að gæta að umferð hjólandi á götu eða stíg. Þetta kemur fram í tilkynningu sem landssamtökin hafa sent frá sér.

„Landssamtök hjólreiðamanna harma hið hræðilega slys sem varð á Dalvegi í Kópavogi miðvikudaginn 19. október s.l. Hugur félagsmanna og allra þeirra sem hjóla er með hinum slasaða og aðstandendum hans.

Ábyrgð ökumanna vélknúinna ökutækja er mikil. Þeir geta hæglega valdið stórslysi eða bana með ógætilegum akstri. Mikilvægt er að ökumönnum sé gerð grein fyrir ábyrgð sinni á öllum stigum. Bílstjórar þurfa alltaf að gæta að umferð hjólandi á götu eða stíg, sérstaklega áður en þeir taka hægri beygju.

Víða háttar svo til að göngu- og hjólastígar þvera akbrautir og inn- og útkeyrslur. Mikilvægt er að allar þveranir verði gerðar sem öruggastar. Til dæmis má mála yfirborð stíga yfir þveranir, láta stíga þvera akbraut á upphækkun, taka af óþarfar inn- og útkeyrslur eða færa stíga á öruggari stað," segir í fréttatilkynningu.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert