Ingibjörgu Guðmundsdóttur og Emil Ragnarssyni sem eru með 25 kindur í hesthúsahverfinu á Eyrarbakka var brugðið í morgun þegar þau mættu til að gefa í fjárhúsinu en ærin Skessa var þá nýbúin að bera tveimur lömbum, hrúti og gimbur.
„Hún átti að vera geld en hefur greinilega hitt hrút í júlí í sumar á Eyrarbakkamýrinni og niðurstaðan var þessi fallegu lömb", sagði Ingibjörg við sunnlenska vefinn dfs.is í dag.