Kirkjugarður verði grafreitur

Frá Hólavallakirkjugarði.
Frá Hólavallakirkjugarði.

Í drögum að lagafrumvarpi um kirkjugarða, sem nú er til umsagnar, er meðal annars lagt til að heiti laganna verði breytt þannig að orðið „grafreitur“ komi þar fyrir, enda kirkjugarðar einungis garðar þar sem kirkju er að finna.

Þá er lagt til að í nýjum kirkjugörðum verði skylt að gera ráð fyrir óvígðum reit og sérstökum reitum fyrir önnur trúarbrögð en kristin. Auk þess verði bætt við ákvæði um sérstakan minningarreit við kirkju vegna horfinna eða drukknaðra er skuli njóta sömu helgi og legstaður.

Einnig er lagt til að sýslumaður veiti leyfi til þess að ösku verði dreift yfir öræfi eða sjó, enda liggi fyrir ótvíræð ósk hins látna þar að lútandi, og að opinberir aðilar megi einir reka líkhús.

Vefur innanríkisráðuneytis

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka