Með kannabis og bardagasverð

Japanskt bardagasverð.
Japanskt bardagasverð. mbl.is

Héraðsdómur Vesturlands dæmdi nýverið feðga í þrjátíu daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að standa í sameiningu að kannabisræktun í Hvalfjarðarsveit. Að auki var faðirinn dæmdur fyrir brot á vopnalögum en í fórum hans fannst japanskt bardagasverð og hafði egg sverðsins verið brýnd.

Mennirnir eru á sextugsaldri og þrítugur eru búsettir á höfuðborgarsvæðinu en höfðu til umráða íbúðarhús í Hvalfjarðarsveit. Í apríl sl. gerði lögregla leit í húsinu og fann þar 25 kannabisplöntur í ræktun auk um fjörutíu gramma af kannabisefnum, hreinum og tóbaksblönduðum. Við yfirheyrslur kom í ljós að eignarhlutur feðganna var jafn.

Að auki fannst bardagasverðið japanska sem í dómnum er nefnt „katana“. Það var falið í búri inni af eldhúsi hússins. Í dómnum kemur fram að sverðið var lítillega íbjúgt, með ca. 68 cm löngu málmblaði og heildarlengd þess ca. 100 cm.

Feðgarnir játuðu brot sín en þeir hafa ekki gerst brotlegir við lög áður.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert