Vilja eftirlit með kostnaði

Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins mat á sínum tíma að kostnaður við aðildarumsókn …
Fjárlagaskrifstofa fjármálaráðuneytisins mat á sínum tíma að kostnaður við aðildarumsókn yrði um 1 milljarður kr., sem félli til á árunum 2009–2012. Árni Sæberg

Tólf þing­menn úr öll­um flokk­um nema Hreyf­ing­unni hafa lagt fram þings­álykt­un­ar­til­lögu sem fel­ur í sér að Rík­is­end­ur­skoðun hafi reglu­legt eft­ir­lit með kostnaði við um­sókn Íslands um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu og birti upp­lýs­ing­ar um þann kostnað árs­fjórðungs­lega. Málið var einnig flutt á síðasta þingi en fékk ekki af­greiðslu.

Flutn­ings­maður til­lög­unn­ar er Ein­ar K. Guðfinns­son, þingmaður Sjálf­stæðis­flokks, en með hon­um eru t.d. Björn Val­ur Gísla­son, þingmaður Vinstri grænna, og Sig­mund­ur Ern­ir Rún­ars­son, þingmaður Sam­fylk­ing­ar­inn­ar. Auk þess er að finna fleiri sjálf­stæðis­menn og tvo þing­menn Fram­sókn­ar­flokks.

Í grein­ar­gerð með til­lög­unni seg­ir að málið sé hafið yfir deil­ur um rétt­mæti um­sókn­ar­inn­ar um aðild að Evr­ópu­sam­band­inu. Það snúi að því að eðli­legt sé að upp­lýs­ing­ar af þess­um toga séu op­in­ber­ar og aðgengi­leg­ar og komi í veg fyr­ir tor­tryggni og get­sak­ir um mál sem mjög marg­ir láta sig varða.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert