Fá ekki leyfi hjá borginni

Mótmælendur sem kenna sig við Occupy Reykjavík hafa tjaldað á …
Mótmælendur sem kenna sig við Occupy Reykjavík hafa tjaldað á Austurvelli. mbl.is/Golli

Mót­mæl­end­ur, sem kenna sig við Occupy Reykja­vík, fá ekki leyfi hjá Reykja­vík­ur­borg til að tjalda á Aust­ur­velli. Geir Jón Þóris­son, yf­ir­lög­regluþjónn hjá lög­regl­unni á höfuðborg­ar­svæðinu, seg­ir að búið sé að fjar­lægja tjöld sem var komið fyr­ir á Aust­ur­velli í nótt.

Geir Jón sagði í sam­tali við mbl.is að lög­reglu­menn á næt­ur­vakt­inni hefðu orðið var­ir við það í nótt að aft­ur væri búið að tjalda á Aust­ur­velli. Síðdeg­is í gær var mót­mæl­end­um gert að fjar­lægja tjöld­in þar sem þeir hefðu ekki fengið til­skil­in leyfi hjá Reykja­vík­ur­borg.

Geir Jón seg­ir að þegar lög­regl­an hafi ætlað að taka tjald­búðirn­ar í nótt þá hafi mót­mæl­end­urn­ir sagt að þeir hefðu fengið grænt ljós hjá borg­inni. Lög­regl­an aðhafðist því ekk­ert. „Þeir töluðu við þá og létu þá njóta vaf­ans,“ seg­ir Geir Jón og bæt­ir við að málið hafi verið kannað hjá borg­ar­yf­ir­völd­um í morg­un.

„Svo kom það í ljós að það var rangt. Þannig að þeim var gert að fjar­lægja þetta,“ seg­ir Geir Jón. Mót­mæl­end­urn­ir hefðu því ekki greint lög­regl­unni satt og rétt frá.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert