Hreinsa upp rottueitur

Rottugangur hefur minnkað um meira en helming vegna aðgerða Reykjavíkurborgar.
Rottugangur hefur minnkað um meira en helming vegna aðgerða Reykjavíkurborgar. Reuters

Starfs­menn Reykja­vík­ur­borg­ar hafa að und­an­förnu unnið að því hreinsa upp rottu­eit­ur sem fyr­ir mis­gán­ing fór í regn­vatns­brunna í Foss­vogs­dal í sum­ar. Ekk­ert nýtt eit­ur hef­ur fund­ist í þeim í nokkra daga þrátt fyr­ir tals­verðar rign­ing­ar. Þetta kem­ur fram á vefsvæði Reykja­vík­ur­borg­ar.

Tvær sett­jarn­ir sem rottu­eit­ur hef­ur fund­ist í eru vaktaðar þris­var á dag og hef­ur ekk­ert nýtt eit­ur fund­ist í þeim í nokkra daga þrátt fyr­ir tals­verðar rign­ing­ar. Hef­ur net verið sett fyr­ir frá­rennnsl­is­rör í aðra þeirra til að hindra að eit­ur ber­ist í sett­jörn­ina. Meng­un vatns í lækj­un­um er óveru­leg þar sem eitrið er steypt í vax. Það sem losn­ar úr vax­inu þynn­ist og brotn­ar niður á skömm­um tíma.

Um er að ræða vaxstauka með fóður­korni og vægu eitri sem er fyrst og fremst skaðlegt nag­dýr­um. Stærri dýr­um og mönn­um staf­ar lít­il hætta af eitr­inu nema þeir neyti þess í miklu magni. Vaxstauk­arn­ir sökkva til botns í tjörn­un­um og því ólík­legt að gælu­dýr kom­ist í þá. Kett­ir sækja ekki í vaxstauk­ana en ef svo ólík­lega vill til að hund­ar éti nokkuð af stauk­un­um og veikist má gefa þeim móteit­ur, K1 víta­mín.

Mein­dýra­eyðar Reykja­vík­ur­borg­ar eitra reglu­lega fyr­ir rott­um í skólp­brunn­um borg­ar­inn­ar til að halda þess­um óæski­legu nag­dýr­um í skefj­um. Hef­ur rott­u­gang­ur minnkað um meira en helm­ing vegna aðgerðanna. Reykja­vík­ur­borg hef­ur end­ur­skoðað og bætt verklags­regl­ur sín­ar í þess­um efn­um.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka