Innganga í ESB undirbúin

Katrín Jakobsdóttir mætti til landsfundar VG með barn á brjósti.
Katrín Jakobsdóttir mætti til landsfundar VG með barn á brjósti. mbl.is/Skapti

„Ég lít ekki svo á að þetta hafi neinar stjórnkerfisbreytingar í för með sér þannig að ég sá ekki ástæðu til þess að leggjast gegn umsókn þessara aðila.“

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra, í Morgunblaðinu í dag um fjárstyrk úr svonefndum IPA-styrktarsjóði Evrópusambandsins sem gert er ráð fyrir í fjárlagafrumvarpi ríkisstjórnarinnar að Fræðslumiðstöð atvinnulífsins fái í tengslum við umsókn Íslands um inngöngu í sambandið en starfsemi miðstöðvarinnar heyrir undir hennar ráðuneyti.

Vinstrihreyfingin – grænt framboð ályktaði á landsfundi sínum um helgina að flokkurinn myndi „tryggja að íslenskt stjórnkerfi verði ekki aðlagað stjórnkerfi ESB á meðan á aðildarviðræðum stendur.“ Þegar ályktunin var borin upp á fundinum til samþykktar eða synjunar af Stefáni Pálssyni, sem stýrði vinnu utanríkismálahóps, gat hann þess í samræmi við samkomulag í hópnum, að með orðalagi ályktunarinnar væri meðal annars átt við viðtöku IPA-styrkja vegna krafna frá Evrópusambandinu um aðlögun.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert