Kjaradeilan er enn óleyst

Ráðgerðir tónleikar á morgun falla niður komi til verkfalls.
Ráðgerðir tónleikar á morgun falla niður komi til verkfalls. mbl.is

Það skýrist í dag hvort verkfall hljóðfæraleikara Sinfóníuhljómsveitarinnar hefst á morgun. Uppselt er á tónleikana á morgun.

Samningafundur var hjá ríkissáttasemjara í gær, en honum lauk án niðurstöðu. Annar fundur er boðaður í dag.

Á morgun og föstudag verða tvennir tónleikar komi ekki til verkfalls. Á dagskrá eru Pláneturnar eftir Gustav Holst og píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmaninoff. Stjórnandi er Rumon Gamba og einleikari rússneski píanistinn Denis Matsuev.

Samninganefnd ríkisins telur að ólöglega hafi verið staðið að verkfallsboðun og er búist við að félagsdómur úrskurði í dag um lögmæti verkfallsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka