Kjaradeilan er enn óleyst

Ráðgerðir tónleikar á morgun falla niður komi til verkfalls.
Ráðgerðir tónleikar á morgun falla niður komi til verkfalls. mbl.is

Það skýrist í dag hvort verk­fall hljóðfæra­leik­ara Sin­fón­íu­hljóm­sveit­ar­inn­ar hefst á morg­un. Upp­selt er á tón­leik­ana á morg­un.

Samn­inga­fund­ur var hjá rík­is­sátta­semj­ara í gær, en hon­um lauk án niður­stöðu. Ann­ar fund­ur er boðaður í dag.

Á morg­un og föstu­dag verða tvenn­ir tón­leik­ar komi ekki til verk­falls. Á dag­skrá eru Plán­et­urn­ar eft­ir Gustav Holst og pí­anókonsert nr. 2 eft­ir Rak­hman­in­off. Stjórn­andi er Ru­mon Gamba og ein­leik­ari rúss­neski pí­an­ist­inn Den­is Matsu­ev.

Samn­inga­nefnd rík­is­ins tel­ur að ólög­lega hafi verið staðið að verk­falls­boðun og er bú­ist við að fé­lags­dóm­ur úr­sk­urði í dag um lög­mæti verk­falls­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert