Jóhanna: „Misskipting á ekki að þrífast“

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti ræðu á þinginu í gær.
Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra flutti ræðu á þinginu í gær.

Jóhanna Sigurðardóttir forsætisráðherra var viðstödd upphaf 63. þings Norðurlandaráðs í Kaupmannahöfn gær. Þar flutti hún jafnframt erindi og sat fyrir svörum. Jóhanna lagði sérstaka áherslu á mikilvægi þess að draga úr misskiptingu í þjóðfélögum. Það hefði jákvæð áhrif á marga þætti.

„Misskipting og mismunun á ekki að þrífast, ekki frekar en óréttlæti og ójafnrétti. Við viljum öll að mannvirðing sé í fyrirrúmi í okkar þjóðfélögum og ekki myndist slík gjá milli hópa innan samfélagsins að þeir eigi enga samleið og finni ekki tengsl sín á milli,“ sagði Jóhanna í ræðu sinni á Norðurlandaráðsþinginu.

Fram kemur í tillkynningu frá forsætisráðuneytinu að Norrænu forsætisráðherrarnir hafi fundað í Kaupmannahöfn í gær og einnig átt fundi með fulltrúum sjálfstjórnarsvæðanna.

Nánar á vef forsætisráðuneytisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert