Norðurljósadans yfir Reykjavík

Norðurljósadýrð yfir Esjunni. Mynd úr safni.
Norðurljósadýrð yfir Esjunni. Mynd úr safni. mbl.isBrynjar Gauti

Norðurljós sáust vel frá Reykjavík fyrr í kvöld, er horft var til norðurs og vesturs. Um tíma mátti sjá norðurljós dansa yfir Esjunni og þaðan vel til vesturs yfir Faxaflóann. Vitni sem hafði samband við mbl.is sagði friðarsúluna í Viðey enn hafa aukið á ljósadýrðina á stjörnubjörtum himninum, en norðurljós eru ekki algeng sjón við sundin blá.

Á vefnum Stjörnuskoðun.is má sjá að virkni norðurljósa var einmitt töluverð yfir norðurhveli jarðar, þennan fyrsta dag nóvembermánaðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert