Ólafur Ólafsson yfirheyrður

Ólafur Ólafsson
Ólafur Ólafsson

Ólaf­ur Ólafs­son, kennd­ur við Sam­skip, var yf­ir­heyrður hjá sér­stök­um sak­sókn­ara í morg­un vegna rann­sókn­ar sak­sókn­ara á kaup­um Al-Than­is á hluta­bréf­um í Kaupþingi.

Frá þessu var sagt í frétt­um Stöðvar 2 í kvöld.

Ólaf­ur var einn stærsti hlut­hafi Kaupþings fyr­ir hrun. Grun­ur leik­ur á að kaup Al-Than­is á hluta­bréf­um í Kaupþingi í sept­em­ber 2008 hafi verið sýnd­ar­viðskipti og þar með markaðsmis­notk­un. Ólaf­ur er með rétt­ar­stöðu sak­born­ings í mál­inu ásamt öðrum stjórn­end­um bank­ans.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert