Ólafur Ólafsson, kenndur við Samskip, var yfirheyrður hjá sérstökum saksóknara í morgun vegna rannsóknar saksóknara á kaupum Al-Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi.
Frá þessu var sagt í fréttum Stöðvar 2 í kvöld.
Ólafur var einn stærsti hluthafi Kaupþings fyrir hrun. Grunur leikur á að kaup Al-Thanis á hlutabréfum í Kaupþingi í september 2008 hafi verið sýndarviðskipti og þar með markaðsmisnotkun. Ólafur er með réttarstöðu sakbornings í málinu ásamt öðrum stjórnendum bankans.