Sextíu milljarðar greiddir út

Rúmlega 56 þúsund manns hafa tekið út séreignasparnað.
Rúmlega 56 þúsund manns hafa tekið út séreignasparnað.

Útgreiðsla séreignarsparnaðar á grundvelli afgreiddra umsókna 1. október sl. nemur 60,2 milljörðum króna. Upphæðin skiptist á 56.308 einstaklinga sem hafa tekið út séreignasparnað. Þetta kemur fram á minnisblaði sem lagt var fyrir í fjárlaganefnd Alþingis.

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokks, greinir frá minnisblaðinu og birtir það á vefsvæði sínu. Þar segir að auki að Ásbjörn Óttarsson, samflokksmaður Guðlaugs, hafi beðið um minnisblaðið í fjárlaganefnd. Guðlaugur segir áhyggjuefni hver staða þessara 56.308 einstaklinga verði eftir að útgreiðslu ljúki. Ekki kemur þó fram á minnisblaðinu hversu margir eru að verða búnir með sinn sparnað.

Að auki ofangreindrar upphæðar hefur samkvæmt bráðabirgðatölum verið sótt um að taka út tæplega þrjá milljarða til viðbótar frá 1.-21. október sl.

Vefsvæði Guðlaugs

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert