Verkfalli Sinfó frestað

Sinfóníuhljómsveit Íslands
Sinfóníuhljómsveit Íslands Golli / Kjartan Þorbjörnsson

Samninganefnd Starfsmannafélag Sinfóníuhljómsveitar Íslands og samninganefnd ríkisins skrifuðu undir kjarasamning á áttunda tímanum í  kvöld. Fyrirhuguðu verkfalli hljómsveitarmeðlima hefur verið frestað.

Á vefsvæði Sinfó segir að ljóst sé því að fyrirhugaðir tónleikar á morgun og föstudag verða haldnir.

Á tónleikunum verða Pláneturnar eftir Holst fluttar og rússneski píanistinn Denis Matsuev leikur píanókonsert nr. 2 eftir Rakhmaninoff. Matsuev hefur skipað sér í röð fremstu píanista heims og nú er einstakt tækifæri til að heyra hann leika í Hörpu undir stjórn Rumons Gamba. Uppselt er á fyrri tónleikana á fimmtudagskvöld.


mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert