Wow flýgur á nýja áfangastaði frá Íslandi

Merki WOW Air.
Merki WOW Air.

Meðal þeirra áfangastaða sem Wow air ætlar að fljúga til eru borgir sem hafa ekki verið hluti af leiðarkerfi Icelandair og Iceland Express.

Að öðru leyti vill Baldur Oddur Baldursson hjá fjárfestingafélaginu Títan, eiganda Wow air,  ekki tjá sig um til hvaða borga verður flogið í samtali við Túrista. Hann segir að tilkynnt verði um áfangastaði og fjölda ferða á næstu vikum.

Aðspurður um hver markmiðin eru varðandi stundvísi segir Baldur að stefnt sé að því að hún verði framúrskarandi enda eigi félagið í samningaviðræðum um leigu á flugvélum sem muni gera það mögulegt.

Baldur staðfestir að ekki standi til að sækja um flugrekstarleyfi fyrir Wow air á næstu tólf mánuðum.

Sjá vef Túrista

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert