15% myndu skila auðu eða ekki kjósa

Sáralitlar breytingar hafa orðið á fylgi stjórnmálaflokkanna samkvæmt nýjum þjóðarpúlsi Gallup en ríflega fimmtán prósent kjósenda myndu skila auðu eða ekki kjósa ef gengið yrði til þingkosninga nú.

Sjálfstæðisflokkurinn mælist stærstur, með 36 prósenta fylgi, Samfylkingin mælist með 21,3 prósent, Framsóknarflokkurinn með 15,5 prósent og Vinstri græn með 14,5. Þrjú prósent styðja Hreyfinguna og tæp tíu prósent nefna annað.

Um þriðjungur styður ríkisstjórnina. Könnunin var gerð 29. september til 27. október, segir á vef RÚV.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert