Björn Bjarnason, fyrrum ráðherra, segir að ákvörðun Hönnu Birnu Kristjánsdóttur um að bjóða sig fram til formanns Sjálfstæðisflokksins komi honum ekki á óvart. Hann muni láta afstöðu sína í ljós með atkvæði á landsfundinum.
„Ég sé að Hanna Birna Kristjánsdóttir hefur ákveðið að bjóða sig fram til formennsku í Sjálfstæðisflokknum. Það kemur mér ekki á óvart. Megi kosningabaráttan verða flokknum og góðum málstað til framdráttar. Fjölmiðlar senda mér spurningar um afstöðu mína til frambjóðenda. Hana mun ég láta í ljós með atkvæði mínu á landsfundinum," skrifar Björn á vef sinn í kvöld.