Á fundi bæjarráðs Fjarðabyggðar nýverið var samþykkt að leggja ekki fjármagn í opnun skíðasvæðisins í Oddskarði fyrir jól.
Ljóst þótti að ekki yrði hægt að opna skíðasvæðið án þess að leggja til aukafjárveitingu þar sem rekstur skíðasvæðisins var þegar kominn yfir samþykktar fjárheimildir. Bæjarráð samþykkti að leggja ekki til aukafjárframlag og því er ljóst að skíðasvæðið verður ekki opnað meira á þessu ári, að því er fram kemur í Austurglugganum.