Hætt að selja hvalkjöt

Hval­kjöt hef­ur verið tekið úr sölu í Flug­stöð Leifs Ei­ríks­son­ar eft­ir að bresk­ir ferðamenn voru varaðir við því af bresk­um stjórn­völd­um að ferðamenn sem væru með hval­kjöt í fór­um sín­um við komu til Bret­lands ættu yfir höfði sér háa sekt og jafn­vel fang­els­is­dóm.

Í frétt breska dag­blaðsins Guar­di­an í kvöld kem­ur fram að bæði breska ut­an­rík­isþjón­ust­an og nátt­úru­vernd­arsinn­ar fagni sigri í mál­inu og það án þess að senda hafi þurft her­skip á Íslands­mið. Kem­ur fram í frétt­inni að ein­ung­is nokkr­um klukku­stund­um eft­ir að breska ut­an­rík­is­ráðuneytið varaði breska ferðamenn við kaup­um á hval­kjöti hafi ís­lensk yf­ir­völd fjar­lægt kjötið úr versl­un í Leifs­stöð.

Um 70 þúsund Bret­ar sækja Ísland heim á hverju ári.

Stutt er síðan banda­rísk sam­tök um vernd­un höfr­unga og hvala gagn­rýndu að ferðamenn væru ekki varaðir við í Leifs­stöð en þar hef­ur hrefnu­kjöt verið til sölu.

Sam­tök­in gagn­rýndu að starfs­fólk í Leifs­stöð sem seldi hval­kjöt upp­lýsti ekki ferðamenn að hval­kjöt væri ólög­legt í sum­um lönd­um.

Á vef breska ut­an­rík­is­ráðuneyt­is­ins kem­ur fram að inn­flutn­ing­ur á hval­kjöti muni leiða til þess að kjötið verði gert upp­tækt og viðkom­andi þurfi að greiða allt að fimm þúsund pund í sekt, eða sæta jafn­vel fang­elsi.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert