Háir skattar skýra ekki skattsvik

Björn Valur Gíslason
Björn Valur Gíslason

Björn Valur Gíslason, þingmaður Vinstri grænna segir að ekkert bendi til þess að rekja megi skattsvik, svo sem í gegnum svarta vinnu, til hárra skatta.

„Talsverð um ræða hefur verið um sk. svarta vinnu og skattsvik að undanförnu og þá í sambandi við niðurstöðu úr verkefninu „Leggur þú þitt af mörkum“ sem unnið var af Ríkisskattstjóra ASÍ og SA. Niðurstaða þess verkefnis er að þjóðfélagið sé að tapa gríðarlegum fjármunum á skattsvikum eða 13,8 milljörðum á ári og þá einungis hjá litlum og meðalstórum fyrirtækjum sem verkefnið nær til.
Umræðan í kjölfar þessarar niðurstöðu hefur verið sú að aukin svört vinna megi kenna háum sköttum hér á landi um. Ekkert bendir hinsvegar til þess og er þá nærtækast að vísa til þess að mestu undanskot frá skatti síðustu árin fyrir hrun voru til að forðast fjármagnstekjuskatt sem þó var þá aðeins 10% og það lægsta sem þekktist í viðmiðunarlöndum okkar. Skatthlutfall á þessum tíma var einnig lægra en nú gerist en þó voru skattsvikin mun umfangsmeiri á þessum árum en í dag," skrifar Björn Valur á blogg sitt á Smugunni.

Vísar hann til skýrslu um skattsvik sem Geir H. Haarde flutti Alþingi árið 2004 þar sem  upplýst er um gríðarlegt umfang skattsvika hér á landi á þeim tímum. Samkvæmt skýrslu fjármálaráðherrans þáverandi var talið að umfang skattsvika á Íslandi hafi þá verið 25-35 milljarðar króna á verðlagi ársins 2004.

Sjá nánar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert