Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands „Hjálp í neyð“ hófst í dag. Voru það Jón Gnarr borgarstjóri, Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður og Matthías Imsland verndari samtakanna og stjórnarmaður sem opnuðu söfnunina. Tilgangur hennar er að safna matvælum fyrir efnalitlar fjölskyldur fyrir jólin.
Í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni segir að sjálfboðaliðar samtakanna sem þekkja vel til aðstæðna fátæks fólk á Íslandi sjái um úthringingar úr símaveri sem komið hefur verið upp með hjálp Símans í húsakynnum þeirra í Eskihlíð í Reykjavík.
Um 2.500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til leita eftir mataraðstoð til samtakanna sem veittu 24.000 matarúthlutanir sl. tólf mánuði samkvæmt skýrslu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir samtökin.