Hjálp í neyð fer af stað

Jón Gnarr, borgarstjóri, hefur símasöfnunina.
Jón Gnarr, borgarstjóri, hefur símasöfnunina. Sigurgeir Sigurðsson

Símasöfnun Fjölskylduhjálpar Íslands „Hjálp í neyð“ hófst í dag. Voru það Jón Gnarr borgarstjóri, Páll Óskar Hjálmtýsson tónlistarmaður og Matthías Imsland verndari samtakanna og stjórnarmaður sem opnuðu söfnunina. Tilgangur hennar er að safna matvælum fyrir efnalitlar fjölskyldur fyrir jólin.

Í tilkynningu frá Fjölskylduhjálpinni segir að sjálfboðaliðar samtakanna sem þekkja vel til aðstæðna fátæks fólk á Íslandi sjái um úthringingar úr símaveri sem komið hefur verið upp með hjálp Símans í húsakynnum þeirra í Eskihlíð í Reykjavík.

Um 2.500 börn búa hjá foreldrum sem neyðast reglulega til leita eftir mataraðstoð til samtakanna sem veittu 24.000 matarúthlutanir sl. tólf mánuði samkvæmt skýrslu sem Félagsvísindastofnun Háskóla Íslands vann fyrir samtökin.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert