Hreyfingin leggur fram fiskveiðifrumvarp

Alfons Finnsson

Sveitarfélögum er tryggð ríkari aðkoma að úthlutunum aflaheimilda samkvæmt frumvarpi þingmanna Hreyfingarinnar um stjórn fiskveiða sem þeir hafa lagt fyrir Alþingi. Er frumvarpið sagt færa arðinn af sjávarauðlindum beint til sjávarbyggða.

Markmið lagafrumvarpsins er sagt vera að breyta skipulagi fiskveiðistjórnunar og sölu sjávarafla.  Þannig verði tryggð ríkari aðkoma sveitarfélaga að úthlutunum aflaheimilda og stuðlað að eflingu sjávarbyggða.

Í tilkynningu frá Hreyfingunni segir að með lögunum sé stefnt að því að hvert sveitarfélag á Íslandi fái forræði yfir veiðum á samsvarandi hluta nytjastofna á Íslandsmiðum og nemur samanlagðri aflahlutdeild þeirra fiskiskipa sem skráð voru í viðkomandi sveitarfélagi fyrir gildistöku laga um stjórn fiskveiða, nr. 38/1990, sem meðal annars fólu í sér heimild til kvótaframsals. Að auki stefna lögin að fjárhagslegri endurskipulagningu útgerðar á Íslandi í kjölfar efnahagshrunsins 2008. Loks stefna lögin að eflingu umhverfisvænna handfæraveiða.

Frumvarp Hreyfingarinnar um stjórnun fiskveiði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert