Líknardeild lokað

Líknardeildin í Kópavogi.
Líknardeildin í Kópavogi. mbl.is/Sigurgeir

Um mánaðamótin var fimm daga deild líknardeildar Landspítala í Kópavogi lokað vegna læknaskorts. Deildin lokaði 31. október og verður hún lokuð til áramóta.

Fram kemur á vef LSH að deildin hafi verið opin mánudaga til föstudaga og sé ætluð sjúklingum með ólæknandi langt genginn sjúkdóm sem dvelji heima eða séu á leið heim eftir langa sjúkrahúsdvöl.

Á deildinni eru fjögur legurými og er lagt upp með að sjúklingar dvelji 1-3 vikur.

Helstu ástæður innlagna á líknardeildina eru einkennameðferð, endurhæfing, hvíld fyrir sjúkling eða aðstandendur þannig að sjúklingur geti dvalið lengur heima, að því er fram kemur á vef LSH.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert