Búið er að skipa nýja stjórn Bankasýslu ríkisins. Stjórnarmenn eru Guðrún Ragnarsdóttir formaður, Jón Sigurðsson varaformaður og Hulda Dóra Styrmisdóttir. Egill Tryggvason er varamaður.
Þann 24. október síðastliðinn óskuðu stjórnarmenn Bankasýslu ríkisins að verða leystir frá störfum. Í tilkynningu frá gömlu stjórninni kom fram að viðbrögð alþingismanna og afskipti utanaðkomandi afla af ráðningu í Páls Magnússonar sem forstjóra Bankasýslu ríkisins væru meginástæða þess að stjórn Bankasýslunnar væri ekki lengur sætt.
Ekki liggur fyrir hver verður nýr forstjóri stofnunarinnar, en fram hefur komið að Páll Magnússon, stjórnsýslufræðingur og bæjarritari í Kópavogi, mun ekki taka við stöðu forstjóra Bankasýslu ríkisins.
Staðan var auglýst laus til umsóknar 6. ágúst og var tilkynnt um ráðningu Páls 30. september 2011.