Ísland tefur ekki viðræðurnar

Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.
Jón Bjarnason, sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra.

Jón Bjarna­son sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra seg­ir rangt að ráðuneyti hans tefji vinnu vegna aðild­ar­um­sókn­ar Íslands að Evr­ópu­sam­band­inu (ESB). ESB hafi sett opn­un­ar­skil­yrði við opn­un land­búnaðarkafl­ans en ekki Ísland og því megi segja að ESB hafi tafið viðræðurn­ar.

Björg­vin G. Sig­urðsson, alþing­ismaður, sagði á opn­um fundi at­vinnu­vega­nefnd­ar í morg­un að það sé ljóst að meg­inþungi viðræðna um um­sókn að Evr­ópu­sam­band­inu snú­ist um mála­flokka sem heyri und­ir sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðherra auk pen­inga­mála­stjórn­un­ar sem heyri und­ir annað ráðuneyti.

Hann sagði að því sé haldið fram að sjáv­ar­út­vegs- og land­búnaðarráðuneytið hafi hægt á samn­inga­ferl­inu og ljóst að viðræður um þyngstu kafl­ana, sjáv­ar­út­vegs­mál og land­búnaðar­mál, muni ekki hefjast á þessu ári. Þar með hafi hægt á viðræðuferl­inu og því verði ekki lokið fyrr en á næsta kjör­tíma­bili. Björg­vin bað ráðherr­ann að skýra stöðuna.

Jón sagði „al­veg full­kom­lega rangt“ að ráðuneyti sitt hafi tafið viðræðunar, síður en svo. Meira að segja hafi ráðuneytið fengið hrós fyr­ir góða og öfl­uga und­ir­bún­ings­vinnu.

Ráðherr­ann sagði að búið væri að opna land­búnaðarkafl­ann og þar hafi verið sett opn­un­ar­skil­yrði. „Það er Evr­ópu­sam­bandið sem set­ur þau opn­un­ar­skil­yrði - ekki Ísland,“ sagði Jón. Hann sagði að með setn­ingu skil­yrða sé ESB að kalla á meiri vinnu. Það megi því segja að ESB sé að tefja viðræðurn­ar.

Jón ráðherra benti á að einnig hafi verið sett­ir opn­un­ar­skil­mál­ar við byggðakafl­ann sam­bæri­leg­ir við þá sem sett­ir voru við land­búnaðarkafl­ann.

„Sjáv­ar­út­vegskafl­inn hef­ur ekki enn verið opnaður og hann er enn í vinnu, ekki síst af hálfu Evr­ópu­sam­bands­ins. Þeir eru ekki bún­ir að ljúka sinni vinnu sem teng­ist þeirri rýni­vinnu,“ sagði Jón. Hann sagði enn frem­ur að vinna Íslands við þetta sé í sjálfu sér góð en segja mætti að vinna ESB sé ekki með sama hætti góð.

Magnús Orri Schram, alþing­ismaður í at­vinnu­vega­nefnd, spurði ráðherr­ann varðandi ESB-um­sókn­ina hvort ekki sé rétt að ESB setji það skil­yrði að fyr­ir liggi áætl­un um stofn­ana­breyt­ing­ar hér ef til aðild­ar Íslands kem­ur en ekki skil­yrði um aðlög­un áður en til aðild­ar kem­ur.

Jón sagði að verið sé að fara ofan í hvað orðalag ESB þýði. „Við höf­um lýst því af­drátt­ar­laust yfir að það verði ekki gerðar nein­ar breyt­ing­ar á lög­um eða stofn­an­astrúkt­úr á Íslandi meðan á aðlög­un stend­ur,“ sagði Jón. Hann sagði marga hafa sagt að Íslend­ing­ar hefðu átt að leggja fram kröf­ur sín­ar gagn­vart ESB með bein­um hætti.

„Við vit­um að við ætl­um ekki að fram­selja hér okk­ar fisk­veiðiauðlind­ir til Evr­ópu­sam­bands­ins. Það ligg­ur al­veg fyr­ir. Kannski hefðum við átt að krefjast þess að fá svar beint frá Evr­ópu­sam­band­inu: Eruð þið reiðubún­ir að fall­ast á það eða ekki? Ég held að eng­inn Íslend­ing­ur vilji í sjálfu sér semja frá sér sjáv­ar­út­vegsauðlind­ina,“ sagði Jón.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka