Þriðja konan handtekin

Hluti þýfisins sem lögreglan hefur lagt hald á
Hluti þýfisins sem lögreglan hefur lagt hald á

Lög­regl­an hand­tók í gær þriðju kon­una í tengsl­um við um­fangs­mikla þjófnaði í versl­un­um á höfuðborg­ar­svæðinu. Þýfi, að and­virði nokk­urra millj­óna króna, fannst á heim­ili henn­ar, allt dýr­ar merkja­vör­ur. Þetta kom fram í kvöld­frétt­um RÚV.

Mæðgurn­ar, sem grunaðar eru um stór­fellda þjófnaði í fata­versl­un­um, voru látn­ar laus­ar úr haldi lög­reglu í gær­kvöld.  Að sögn Geirs Jóns Þóris­son­ar, yf­ir­lög­regluþjóns í lög­regl­unni í Reykja­vík, í sam­tali við mbl.is í gær­kvöldi, þótti ekki ástæða til að fara fram á að gæslu­v­arðhalds­úrsk­urður yfir þeim yrði fram­lengd­ur.

Lög­regl­an í Kópa­vogi hef­ur að und­an­förnu rann­sakað um­fangs­mikl­ar grip­deild­ir mæðgna sem hand­tekn­ar voru fyr­ir tveim­ur vik­um í Smáralind. Þá voru þær með sér­út­bú­inn poka, sem hafði verið fóðraður að inn­an með álp­app­ír til að verj­ast þjófa­vörn­um versl­ana. Við hús­leit hjá mæðgun­um fannst gríðarlegt magn að fatnaði og snyrti­vör­um að and­virði næst­um tutt­ugu millj­óna króna.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert