Veiktust eftir sprautu

Bólusetning. Mynd úr myndasafni.
Bólusetning. Mynd úr myndasafni. Ómar Óskarsson

Nokkr­ar stúlk­ur í 8. bekk Grunn­skóla Húnaþings vestra fengu viðbrögð, sem fyrst voru tal­in vera of­næmisviðbrögð, í morg­un þegar þær fengu bólu­setn­ingu gegn leg­hálskrabba­meini HPV. Sjúkra­bíl­ar voru kallaðir á staðinn og var ein stúlkn­anna flutt til nán­ari skoðunar á Land­spít­ala.

„Þetta voru fjór­ar stúlk­ur og fljót­lega eft­ir bólu­setn­ing­una hitnaði þeim í and­liti, þær roðnuðu og var kalt á fót­un­um og þeim leið ekki vel,“ seg­ir Har­ald­ur Briem sótt­varn­ar­lækn­ir hjá Land­læknisembætt­inu.

„En þær eru í góðu standi núna, líka sú sem fór suður til skoðunar.“ Har­ald­ur seg­ir að ekki hafi verið um of­næmisviðbrögð að ræða, ýms­ar auka­verk­an­ir væru þekkt­ar af bólu­setn­ing­um eins og til dæm­is yf­irlið og ógleði, ekki síst á ung­lings­aldri.

„Við erum búin að bólu­setja um 5000 stúlk­ur á öllu land­inu og það hef­ur ekk­ert komið upp á sem bend­ir til þess að bólu­setn­ing­in geti verið of­næm­is­vald­andi,“ seg­ir Har­ald­ur.

Nokk­ur hræðsla mun hafa gripið um sig á meðal nem­enda skól­ans og var ákveðið að bólu­setja ekki stúlk­ur í 7. bekk fyrr en að höfðu sam­ráði við land­lækni. Nú ligg­ur fyr­ir að bólu­setn­ing­um verði haldið áfram.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert