„Áttum gott samtal“

Hús Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur þar sem embætti landlæknis er til húsa.
Hús Heilsuverndarstöðvar Reykjavíkur þar sem embætti landlæknis er til húsa. Brynjar Gauti

„Ég get staðfest það að við Ingvi Hrafn áttum gott samtal í dag,“ segir Geir Gunnlaugsson, landlæknir en Ingvi Hrafn Jónsson, fjölmiðlamaður, hefur sagst ætla að fara fram á rannsókn á læknismeðferð sem bróðir hans Óla Tynes heitins fékk á krabbameinsdeild Landspítalans. Segir landlæknir að kvörtun hafi ekki verið lögð fram og framhaldið sé í höndum fjölskyldunnar.

„Við áttum gott samtal og hann vinnur úr því. Tíminn á eftir að leiða í ljós hvernig það mál þróast. Hann er ekki búinn að leggja fram formlega kvörtun. Hver næstu skref verða er í höndum hans og fjölskyldunnar. Við munum bregðast við þeim ábendingum þegar eitthvað liggur fyrir og tökum ákvörðum á grunni þeirra,“ segir Geir.

Uppfyllir hinstu ósk bróður síns.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert