Þjóðskrá Íslands segir að frá 1. júlí til 30. september hafi fækkað um 605 manns í þjóðkirkjunni. Hins vegar hafi orðið fjölgun í fríkirkjunum þremur sem nemur 149.
Þá fjölgaði um 21 í öðrum trúfélögum og 435 sem séu utan trúfélaga.
Þetta kemur fram á vef Þjóðskrár Íslands þar sem búið er að taka tölur um breytingar á trúfélagsaðild, sem skráðar hafa verið frá 1. júlí til 30. september 2011.