Hafa lokið við 130 af 222

Stjórnarráðið
Stjórnarráðið mbl.is / Hjörtur

Ríkisstjórnin hefur lokið 130 aðgerðum af þeim 222 sem samstarfsyfirlýsing hennar nær til og 89 aðgerðir eru í vinnslu. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá ríkisstjórninni, sem sendi frá sér yfirlit um helstu aðgerðir sínar í dag.

Þar segir meðal annars að ráðuneytum hafi verið fækkað um tvö og að á þessum tíma hafi verið samþykkt 354 frumvörp sem lög frá Alþingi, 100 þingsláyktanir auk fjölda annarra þingmála.

Í upphafi yfirlýsingarinnar segir m.a. að ríkisstjórnin sé „mynduð um að tryggja efnahagslegan og félagslegan stöðugleika og leita þjóðarsamstöðu um leið Íslands til endurreisnar – nýjan stöðugleikasáttmála“.

Aðgerðir ríkisstjórnarinnar hafi litast af aðstæðum í þjóðfélaginu en áhersla hafi verið lögð á að verja velferðarkerfið og „gæta félagslegs réttlætis eins og kostur er,“ eins og segir í yfirlýsingunni.

Yfirlit yfir helstu aðgerðir ríkisstjórnarinnar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert