Hreiðar Már yfirheyrður

Hreiðar Már Sigurðarson fyrrverandi forstjóri Kaupþings.
Hreiðar Már Sigurðarson fyrrverandi forstjóri Kaupþings. Brynjar Gauti

Hreiðar Már Sigurðsson, fyrrverandi forstjóri Kaupþings, var yfirheyrður fyrr í þessari vikunni í tengslum við rannsókn á hinu svokallaða Al-Thani máli, samkvæmt heimildum mbl.is.

Málið snýst um kaup sheiks Al-Thani á 5%  hlut í Kaupþingi skömmu fyrir hrun, en grunur leikur á að um sýndarviðskipti hafi verið að ræða sem falla undir markaðsmisnotkun.

Hreiðar Már er  grunaður um refsiverða háttsemi í málinu, Ólafur Ólafsson, sem kenndur er við Samskip og fyrrum næsstærsti hluthafi Kaupþings var einnig yfirheyrður í vikunni, eins og áður hefur verið greint frá.



mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert