Nýjar tjaldbúðir að rísa

Occupy Reykjavík
Occupy Reykjavík

Mót­mæl­end­ur, sem kenna sig við Occupy Reykja­vík, hafa fengið leyfi frá garðyrkju­yf­ir­völd­um í Reykja­vík til að tjalda á ný á Aust­ur­velli, sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá hópn­um. Milli 20 og 30 manns eru á Aust­ur­velli og búið að  reisa fimm tjöld.

Sam­kvæmt upp­lýs­ing­um frá ein­um mót­mæl­end­anna er verið að reisa sjötta tjaldið en tjöld­in sem hóp­ur­inn er að setja upp eru mun stærri en þau sem voru tek­in niður fyrr í vik­unni.

Hins veg­ar vant­ar fleiri tjöld og biðja aðstand­end­ur mót­mæl­anna þá sem eru af­lögu­fær­ir um tjöld að lána þau mót­mæl­end­um til að gista í á Aust­ur­velli.

Frá fyrri tjaldbúðum á Austurvelli
Frá fyrri tjald­búðum á Aust­ur­velli mbl.is/​Golli
Occupy Reykjavík
Occupy Reykja­vík
mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert