Nýjar tjaldbúðir að rísa

Occupy Reykjavík
Occupy Reykjavík

Mótmælendur, sem kenna sig við Occupy Reykjavík, hafa fengið leyfi frá garðyrkjuyfirvöldum í Reykjavík til að tjalda á ný á Austurvelli, samkvæmt upplýsingum frá hópnum. Milli 20 og 30 manns eru á Austurvelli og búið að  reisa fimm tjöld.

Samkvæmt upplýsingum frá einum mótmælendanna er verið að reisa sjötta tjaldið en tjöldin sem hópurinn er að setja upp eru mun stærri en þau sem voru tekin niður fyrr í vikunni.

Hins vegar vantar fleiri tjöld og biðja aðstandendur mótmælanna þá sem eru aflögufærir um tjöld að lána þau mótmælendum til að gista í á Austurvelli.

Frá fyrri tjaldbúðum á Austurvelli
Frá fyrri tjaldbúðum á Austurvelli mbl.is/Golli
Occupy Reykjavík
Occupy Reykjavík
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert