Rugla ökumenn í ríminu

Gengið verður frá vegamótunum næsta sumar.
Gengið verður frá vegamótunum næsta sumar. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki verður gengið frá vega­mót­um á nýj­um Suður­lands­vegi fyrr en næsta sum­ar. Um­ferð var hleypt á tvö­fald­an Suður­lands­veg frá Lög­bergs­brekku aust­ur fyr­ir Litlu kaffi­stof­una í byrj­un októ­ber, en ekki hef­ur verið gengið frá vega­mót­um nýja kafl­ans og merk­ing­um.

Ný gerð vega­móta er á kafl­an­um og verða sum­ir öku­menn óör­ugg­ir þegar farið er þarna um. Sér­stak­lega eru nefnd­ar flækj­ur í kring­um Bláfjalla­af­leggj­ar­ann og Litlu kaffi­stof­una. Ekki sé full­kom­lega ljóst hvernig eigi að fara um vega­mót­in, til dæm­is þegar ekið sé af Bláfjalla­vegi og út á Suður­lands­veg til Reykja­vík­ur. Voðinn sé vís við erfið akst­urs­skil­yrði í myrkri.

Jón­as Snæ­björns­son, svæðis­stjóri Vega­gerðar­inn­ar, viður­kenn­ir að vega­mót­in séu full­flók­in, eins og er, en seg­ir að eng­inn vafi muni leika á því hvaða leið beri að fara þegar fram­kvæmd­um verður lokið.

Í um­fjöll­un um þetta mál í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu sendi Vega­gerðinni ábend­ing­ar um úr­bæt­ur á merk­ing­um, eft­ir opn­un veg­ar­ins, til að öku­menn rugluðust síður í rím­inu.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka