Ruglingsleg vegamót

Verið er að ganga frá vegamótum á nýjum Suðurlandsvegi en sú vinna klárast þó ekki fyrr en næsta sumar. Ný gerð vegamóta er á vegkafla skammt frá Litlu kaffistofunni og eitthvað hefur verið um að ökumenn verði óöruggir þegar þarna er farið um.

Sérstaklega hefur verið fjallað um flækjur í kringum Bláfjallaafleggjarann skammt frá Litlu kaffistofunni þar sem ruglingslegt þykir hvernig fara eigi um vegamótin og sérstaklega þegar ekið er af Bláfjallavegi út á Suðurlandsveg í átt til Reykjavíkur, ekki síst þegar veðrið er sem verst.

Jónas Snæbjörnsson, svæðisstjóri Vegagerðarinnar, hefur viðurkennt að vegamótin séu fullflókin eins og staðan er nú en fullyrðir að enginn vafi muni leika á hvaða leið beri að fara þegar framkvæmdum verður lokið en lögreglan sendi Vegagerðinni ábendingar um  úrbætur á merkingum eftir að vegurinn var opnaður til að ökumenn rugluðust ekki í ríminu.

Nánar er fjallað um málið í Morgunblaðinu í dag.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert