Vill hætta við ESB og halda í krónuna

Hanna Birna Kristjánsdóttir.
Hanna Birna Kristjánsdóttir. mbl.is/Golli

„Ísland á ekki að ganga í Evrópusambandið enda er hagsmunum þjóðarinnar ekki best borgið þar. Ísland á að einbeita sér að þeim málefnum sem eru brýnust hér á landi núna en ekki að vinna í því að koma sér fyrir annars staðar. Mér finnst þetta umsóknarferli andvana fætt.“

Þetta segir Hanna Birna Kristjánsdóttir, oddviti sjálfstæðismanna í borgarstjórn, í viðtali í Morgunblaðinu í dag, en hún tilkynnti í gær framboð sitt til formannsembættis Sjálfstæðisflokksins.

Fram kemur í viðtalinu að hún telji að draga eigi umsókn Íslands um inngöngu í sambandið til baka. Þá segist hún ennfremur hlynnt því að haldið verði í íslensku krónuna sem gjaldmiðil Íslands. „Krónan hefur nýst okkur ágætlega, og vel við núverandi aðstæður. Ef við erum að hugleiða það að koma hér á stöðugleika í gegnum annan gjaldmiðil þá finnst mér það röng hugsun. Ég held að við eigum að halda í krónuna og nýta kosti hennar við núverandi aðstæður.“

Aðspurð hvað hún vilji gera í efnahagsmálum þjóðarinnar segist hún meðal annars hafa lagt áherslu á lækkun skatta, minni umsvif hins opinbera og bætta stöðu heimilanna auk þess að stuðlað væri að vexti í atvinnulífinu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert