Áætlun breytt vegna slæms veðurs

Alma
Alma

Vegna versnandi veðurs hefur nú verið ákveðið að togskipið Hoffell, með flutningaskipið Alma í togi haldi inn á Fáskrúðsfjörð og er áætlað að skipin verði þar við bryggju um kl. 01:00 í nótt.

Hafsögubátur frá Reyðarfirði mun verða þeim til aðstoðar. Samkvæmt aðalvarðstjóra í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar var ákvörðunin tekin þar sem að um styttri siglingaleið er að ræða og um minni áhættu að ræða.

Eins og áður hefur komið fram eru eru varðskip og þyrlur Landhelgisgæslunnar enn í viðbragðsstöðu og stýrimaður Landhelgisgæslunnar er um borð í Alma þeim til aðstoðar.

mbl.is/Sverrir Aðalsteinsson/Marine Traffic
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert