Ægir sendur af stað

Varðskipið Ægir.
Varðskipið Ægir. mbl.is/Árni Sæberg

Varðskipið Ægir hefur nú verið sent af stað frá Reykjavík og verður til taks, ef þörf er á,  austur af Stokknesi, en unnið er að björgun flutningaskipsins Ölmu sem er í togi Hoffells á leið til Reyðarfjarðar.

TF-LÍF hefur verið á Höfn í Hornafirði frá því í nótt og mun hún nú flytja stýrimann frá Landhelgisgæslunni um borð í flutningaskipið og verður svo til taks á Djúpavogi ef á þarf að halda. TF-GNÁ þyrla Landhelgisgæslunnar í viðbragðsstöðu í Reykjavík og áhöfn hennar á flugvelli. Um stórt flutningaskip er að ræða, með mikinn farm og 16 manns í áhöfn.

Veðuraðstæður fara versnandi og því telur Landhelgisgæslan fulla ástæðu til að vera með mikinn viðbúnað, samkvæmt upplýsingum frá Landhelgisgæslunni. 

Þar sem tungumálaörðugleikar hömluðu vinnu á staðnum fékk Landhelgisgæslan sér til aðstoðar túlk frá Alþjóðahúsinu sem hefur verið staðsettur í stjórnstöð Landhelgisgæslunnar frá í morgun. Um borð í flutningaskipinu ALMA eru sem fyrr segir 16 menn, 14 frá Úkraínu og 2 frá Rússlandi.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert