Bjarni með stuðning meirihluta þingmanna

Bjarni Benediktsson.
Bjarni Benediktsson. mbl.is/Árni Sæberg

Tíu þingmenn Sjálfstæðisflokksins styðja Bjarna Benediktsson áfram sem formann Sjálfstæðisflokksins samkvæmt samtölum við þingmenn.

Í þingflokki sjálfstæðismanna eru 15 þingmenn að Bjarna frátöldum. Þrír þingmenn gefa ekki upp afstöðu sína eða hafa ekki gert upp hug sinn og ekki hefur náðst í tvo þingmenn flokksins. Kosið verður á milli Bjarna og Hönnu Birnu Kristjánsdóttur, oddvita sjálfstæðismanna í borgarstjórn, á landsfundi 17.-20. nóvember.

Í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag kemur fram, að þeir þingmenn sem styðja Bjarna eru Ásbjörn Óttarsson, Einar K. Guðfinnsson, Illugi Gunnarsson, Guðlaugur Þór Þórðarson, Birgir Ármannsson, Jón Gunnarsson, Árni Johnsen, Ólöf Nordal, Tryggvi Þór Herbertsson og Kristján Þór Júlíusson sem sagðist hafa munstrað sig í áhöfn Bjarna þegar hann var kjörinn formaður á sínum tíma og þar væri hann enn.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert