Lögreglan á Selfossi stöðvaði 30 bíla á Þingvöllum og Uxahryggjavegi í dag til að kanna hvort rjúpnaskyttur væru með öll tilskilin skírteini, þ.e.a.s. skotvopnaleyfi og veiðikort. Tvær byssur voru haldlagðar þar sem menn voru ekki með veiðikortin.
Nauðsynlegt er að vera með bæði skírteinin þegar farið er á veiðar. Þær byssur sem eru handlagðar eru hafðar í vörslu lögreglunnar og getur eigandinn fengið skotvopnið sitt tilbaka gegn því að framvísa veiðikortinu.