Dráttartaugin slitnaði

Alma kemur til Hornafjarðar.
Alma kemur til Hornafjarðar. mbl.is/Sverrir Aðalsteinsson/Marine Traffic

Dráttartaug sem notast var við að draga flutningaskipið Ölmu slitnaði fyrr í morgun og rekur nú skipið skammt austur af Hornafirði. Að sögn Landhelgisgæslunnar er veður slæmt á svæðinu, SV hvassviðri 18 til 22 m/sek.

Hoffellið, sem er togveiðiskip, er nú statt við flutningaskipið og vinna skipverjar að því að að koma á nýrri taug á milli þess og Ölmu.

Samkvæmt Gæslunni er engin hætta talin vera á ferð en búast má við að Alma komi ekki til hafnar á næstunni sökum þess hve erfiðlega gengur að koma á nýrri dráttartaug.

Þyrla Landhelgisgæslunnar er í viðbragðsstöðu á Höfn í Hornafirði.

Alma er um 100 m langt skip og  skráð á Kýpur, en það hefur að undanförnu haft viðkomu í  Vestmannaeyjum og á Hornafirði.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert