Gistu á Austurvelli

Occupy Reykjavík
Occupy Reykjavík mbl.is

Nokkrir mótmælendur sem reist hafa tjöld á Austurvelli og kenna sig við Occupy Reykjavík gistu í tjöldum sínum í nótt en þeir hafa fengið leyfi frá garðyrkjuyfirvöldum í Reykjavík til að tjalda á svæðinu.

Samkvæmt upplýsingum frá einum mótmælendanna voru sjö tjöld reist á Austurvelli og gistu sex mótmælendur þar næturlangt. Segir hann nóttina hafa gengið vel, þrátt fyrir talsvert skemmtanahald í miðbænum.

Þegar fréttamaður mbl.is ræddi við mótmælendur voru átta manns á svæðinu og reikna þeir með að fleiri mótmælendur láti sjá sig þegar líður á daginn.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka